About me

Hæ, ég heiti Ásdís

Ég er ósköp venjuleg stelpa sem hefur afrekað óvenjulega hluti. Skýr draumur, markviss markmiðasetning og óseðjandi hungur í að stöðugt gera betur er ástæðan fyrir því að ég var heimsklassa spjótkastari í næstum 20 ár og kastaði í úrslitum á Evrópumeistaramótum, Heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Ég var aldrei hæfileikaríkasti íþróttamaðurinn en ég var alltaf tilbúin að leggja mikið á mig til þess að nýta þá hæfileika sem ég hafði til fulls. Það kom mér ekki bara á þrenna Ólympíuleika, það skilaði mér líka doktorsgráðu á sama tíma. Á seinni hluta ferilsins uppgötvaði ég hversu stórt hlutverk andlegi hlutinn spilar í að ná árangri. Ég fór að leita allra leiða til þess þjálfa hann upp og í gegnum allt þetta ferli lærði ég heilan helling. Eftir að ég hætti að keppa sjálf fann ég að ég yrði að deila þessari reynslu áfram. Ég hef verið í þínum sporum og ég veit hvernig þér líður. Þess vegna vil ég hjálpa þér að nýta þína hæfileika til fulls til að ná árangri sem þú hefðir aldrei trúað að væri mögulegur og hafa gaman í leiðinni.

Náðu í Hugleiðingar Rútínuna mína

Fáðu meira út úr æfingunum þínum og byrjaðu að nota þetta ótrúlega einfalda en ofur árangursríku aðferð strax í dag.
image

Af hverju er ég rétta manneskjan til að hjálpa þér?

Ég hef gengið í gegnum þetta allt saman sjálf og þekki því af eigin reynslu allt sem fylgir því að vera metnaðarfullur íþróttamaður sem stefnir hátt. Í næstum tvo áratugi leitaði ég allra leiða til að gera betur og betur og safnaði að mér gríðarlega verðmætri reynslu og þekkingu.

Þetta tók mig frá því að:

  • Ná ekki að standa mig eins vel í keppni og ég vissi að ég gæti

  • Gera betur á æfingu en í keppni

  • Láta neikvæðar hugsanir taka yfir og draga úr sjálfstrausti

  • Líða ekki vel í kringum keppni vegna pressu

  • Fókusa á hluti sem ég hafði ekki stjórn á og láta þá taka mig úr jafnvægi

  • Fá samviskubit yfir að þurfa að sleppa æfingu ef ég var veik eða meidd

  • Vera í ofþjálfun vegna þess að ég þorði ekki að hvíla

Yfir í að:

  • Láta mitt síðasta tímabil verða það besta á ferlinum, 35 ára gömul

  • Njóta þess að keppa og standa mig þannig miklu betur

  • Fara inn í keppni með skýrt plan og fókus og vita nákvæmlega hvernig ég þurfti að hugsa

  • Hafa fulla stjórn á mínu spennustigi og sjálfstraustið í hámarki

  • Finna rétt jafnvægi á milli æfinga og hvíldar til að fá sem allra mest út úr æfingunum

  • Njóta íþróttarinnar minnar í botn!

Ég get sýnt þér hvernig þú getur þjálfað upp andlegan styrk til þess að nýta þá hæfileika sem þú hefur til fulls.

Þú munt græða á því að vinna með mér ef...

  • Þú vilt vinna með einhverjum sem segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru

  • Þú ert tilbúin(n) að gera vinnuna til að bæta þig

  • Þú vilt hafa gaman á meðan þú lærir

  • Þú áttar þig á því að það að vinna í hugarfari er gríðarlega mikilvægt til að ná topp árangri

  • Þú nýtur áskorana og ert tilbúin(n) að fara út fyrir þægindahringinn þinn

image
image
Leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu, Ólympíufari og fyrirlesari
© 2025 Annerud Media AB

Vertu í sambandi

image
image
image
image