Ná ekki að standa mig eins vel í keppni og ég vissi að ég gæti
Gera betur á æfingu en í keppni
Láta neikvæðar hugsanir taka yfir og draga úr sjálfstrausti
Líða ekki vel í kringum keppni vegna pressu
Fókusa á hluti sem ég hafði ekki stjórn á og láta þá taka mig úr jafnvægi
Fá samviskubit yfir að þurfa að sleppa æfingu ef ég var veik eða meidd
Vera í ofþjálfun vegna þess að ég þorði ekki að hvíla
Láta mitt síðasta tímabil verða það besta á ferlinum, 35 ára gömul
Njóta þess að keppa og standa mig þannig miklu betur
Fara inn í keppni með skýrt plan og fókus og vita nákvæmlega hvernig ég þurfti að hugsa
Hafa fulla stjórn á mínu spennustigi og sjálfstraustið í hámarki
Finna rétt jafnvægi á milli æfinga og hvíldar til að fá sem allra mest út úr æfingunum
Njóta íþróttarinnar minnar í botn!
Þú vilt vinna með einhverjum sem segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru
Þú ert tilbúin(n) að gera vinnuna til að bæta þig
Þú vilt hafa gaman á meðan þú lærir
Þú áttar þig á því að það að vinna í hugarfari er gríðarlega mikilvægt til að ná topp árangri
Þú nýtur áskorana og ert tilbúin(n) að fara út fyrir þægindahringinn þinn