Privacy policy

Persónuverndarstefna fyrir vefsíðu og fyrir tölvupóstlista

Vefsíðan okkar og Facebook Pixel Við notum Facebook Pixel sem er tækni sem hjálpar okkur við markaðssetningu og að gera auglýsingar í gegnum netið. Facebook pixel er kóði á vefsíðunni okkar sem notar vafrakökur til að safna gögnum um gesti síðunnar og þá sem skrá sig á póstlistann okkar og greinir þau með hliðsjón af gögnum frá Facebook um gestina. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru veittar af hálfu Facebook um gestina. En þau gögn sem er safnað saman með Facebook Pixel gera okkur kleift að fá almennar upplýsingar frá Facebook um gesti síðunnar, svo sem á hvaða aldursbili þeir eru og hver eru helstu áhugamál þeirra. Við notum þessar upplýsingar til þess að sérsníða efni fyrir gesti síðunnar og í auglýsingalegum tilgangi til að ná til viðskiptavina okkar og veita þeim þannig bestu mögulegu þjónustu. Tölvupóstlisti Við bjóðum gestum síðunnar að skrá sig á tölvupóstlista okkar og fá þá reglulega fréttabréf eða skeyti með ráðleggingum, upplýsingum og hugmyndum. Með því að skrá þig á tölvupóstlista okkar veitir þú okkur heimild til að nota og geyma nafn þitt og netfang í því skyni að senda þér þá tölvupósta sem þú vilt fá. Eini aðilinn sem við deilum þessum upplýsingum með er fyrirtækið Flodesk sem sér um að senda út fréttabréfin og skeytin sem við sendum á þá sem eru á póstlistanum okkar. Þú getur lesið persónuverndarstefnu þeirra hérna. Við munum aldrei deila upplýsingunum þínum til annarra í nokkrum tilgangi. Vinnsla okkar á tölvupóstföngum og nöfnum er byggð á lögmætum hagsmunum markaðssetningar og til að tryggja viðskiptavinum okkar fyrirmyndar þjónustu. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka með því að velja möguleikann „Unsubscribe“ neðst í tölvupóstum frá okkur eða með því að senda okkur póst og við afskráum þig og tökum persónulegu upplýsingarnar þínar út úr kerfum okkar.
image
image
Leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu, Ólympíufari og fyrirlesari
© 2025 Annerud Media AB

Vertu í sambandi

image
image
image
image